Við æfum fríköfun í sundlaug tvisvar í viku

 Á mánudögum kl. 19:15 í sundhöll Reykjavíkur

Á miðvikudögum kl. 19:00 í sundhöll Hafnarfjarðar (Gamla laugin við sjóinn)

Æfingarnar standa yfir í einn og hálfan tíma ca.  Þessar æfingar kosta ekkert annað en inngangseyri í laugina.

Aðra hvora viku eru frjálsar æfingar (Fólk æfir það sem það ákveður sjálft)

Hina vikuna eru ákveðnar æfingar sem búið er að auglýsa á “freedive in iceland” síðu á fésbókinni.

Þessar æfingar eru settar upp fyrir fólk sem hefur allavega tekið grunnnámskeið í fríköfun.