Hér að ofan getur þú fundið upplýsingar um öll fríköfunarnámskeið sem haldin eru á Íslandi.

Höldum fríköfunar námskeið allt árið. (allur búnaður innifalinn) Allt bóklegt efni og próf eru tekin á netinu.

AIDA 1* kostar 29.900 kr. og tekur einn dag að klára

AIDA 2* kostar 59.90000 kr. og tekur tvo daga að klára

AIDA 3* kostar 84.900 kr. og tekur þrjá daga að klára

AIDA 4* kostar 109.900 kr. og tekur 4+ dag að klára

AIDA 1&2 kostar 74.900 kr. saman og tekur 2 1/2 dag að klára

Við bjóðum upp á námskeið í skyndihjálp með öllum námskeiðum.

Kennum CPR, First aid, AED (hjartastuðtæki) og Care for children. Einnig getur þú lært að verða EFR skyndihjálpar kennari hjá okkur.

Ef áhugi er fyrir einhverju af þessum námskeiðum þá endilega hafa samband við okkur og við finnum tíma.

Einnig höfum við farið út á land og kennt þar ef næg þátttaka næst.

Farið hvaðan/Endað hvar? Keilufell 6, Reykjavik (Base of Freedive Iceland)
 
Innifalið í námskeiði
Allur búnaður innifalinn Allt lesefni
Aðgangur í laug
Sundföt/ handklæði

 

Ef þú hefur áhuga eða ert með spurningar endilega sendið póst á [email protected],  hringdu í síma 8597220 eða sendu okkur fyrirspurn hér að neðan:

    Ég samþykki að Freedive Iceland skrái niður upplýsingar mínar.

    Hvað er farið yfir á þessu námskeiði

    • Búnaður í fríköfun
    • Öndun í fríköfun
    • Þrýstijöfnun
    • Öryggi í fríköfun
    • Fríköfun og kútaköfun
    • Uppöndun
    • Æfingar til að halda í sér andanum
    • Hvernig á að nota búnaðinn
    • Að fara niður (Duck diving)
    • Líkamsstaða
    • Fitanotkun
    • Að fríkafa saman

    Þegar AIDA 1 er klárað má fara beint á AIDA 2*

    AIDA 1* inniheldur bóklegt efni á netinu og einu sinni í sjó eða sundlaug

    Námskeiðið kostar 29.900 ISK og allur búnaður innifalinn.

    Þetta námskeið er fyrir þá sem eru búnir með gunnnámskeið og kafara sem vilja taka sína fríköfun á hærra stig og læra tækni og kenningar

    Námskeiðið inniheldur:
    • Allt sem kennt er á AIDA 1*.
    • 3 bóklega tíma þar sem þú lærir grunnin í eðlisfræði og lífeðlisfræði; Öndun í fríköfun, hvernig á að koma í veg fyrir blackout og hvernig á að bjarga fríköfurum úr vandræðum.
    • 1 kennslustund í öndun þar sem þið æfið öndun og slökunaraðferðir til að lengja tíma undir vatni.
    • 1 kennslustund í vatni þar sem þið æfið lárétt sund og hvernig á að hreyfa sig.
    • 3 kennslustundir þar sem þið æfið þrýstijöfnun, stöður og björgunar aðgerðir. Að loknu námskeiði ættir þú að geta synt auðveldlega niður á 16/20 metra.

    Tími námskeiðs: 2 dagar .Það sem þarf að hafa: 18 ára aldur (16 með forráðamanni), kunna að synda.


    Til að standast AIDA 2* þarf að ná að klára:

    • 2 mín. að halda í sér andanum
    • Synda 40 metra með fitum
    • Synda lóðrétt niður 14 metra.
    • Einnig er bóklegt próf sem þarf að nást með 75%

    Verð: 59.900 ISK.  Allur búnaður innifalinn ásamt bóklegu efni og e-korti

    einnig. Ef nemendur ná ekki að klára allt sem þarf á námskeiðinu geta komið á annað námskeið til að klára það sem vantar uppá án kostnaðar. Þarf að koma með eigin búnað eða leigja hjá okkur.

    Hvað er kennt á Aida 3 * námskeiði?

    Þetta er framhalds námskeið fyrir fríkafara sem vilja læra meiri tækni og kafa svolítið dýpra.

    Námskeiðið inniheldur:

    • 3 kennslustundir þar sem þú munt læra hvað gerist í líkamanum (og lungum) þegar þrýstingur eykst og hvernig líkaminn aðlagar sig að þessu. Við munum læra meira um þrýstijöfnun og hvernig á að framkvæma Frenzel tækni.
    • 2 kennslustundir í laug þar sem þú æfir O2 og CO2 töflur, ásamt slökun og hvernig á að ná hámarks árangri.
    • 4 kennslustundir í sjó/vatni, þar sem við munum bæta sund tækni og byrja að nota svokallað „freefall“. Þú munt læra hvernig á að framkvæma Frenzel þrýstijöfnun á skilvirkan hátt á. Við munum einnig æfa björgun á yfirborðinu og á dýpt. Í lok námskeiðsins verður þú að vera fær um að fríkafa niður á 22/30 metra.

    Lengd Námskeiðs: 3 dagar

    Undanfarar: AIDA 2 * (eða samsvarandi) og 18 ára (16 með samþykki forráðamanns).

    Til að ljúka AIDA 3 * fríköfunar námskeiði þarf að framkvæma:

    • 2:45 mín. static,
    • synda 55 m Dyn með fitum
    • CWT niður á 22m í vatni/sjó.
    • Einnig þarf að standast bóklegt próf með 75% árangri.

    Verð: 84.900 ISK.  Allur búnaður innifalinn ásamt bóklegu efni og e-korti

    einnig. Ef nemendur ná ekki að klára allt sem þarf á námskeiðinu þá má koma á annað námskeið til að klára það sem vantar uppá án kostnaðar. (Nota eigin búnað eða leigja okkur.)

    Aðstoðar fríköfunarkennari

    Hvað er kennt á Aida 4 * námskeiði?

    Þetta er námskeið fyrir fríkafara sem vilja læra háþróaða tækni og kafa dýpra.

    Mátt einning vinna sem aðstoðarmaður fríköfunarkennara.

    Nemendur munu læra:

    Tækni, þekkingu og öryggi fyrir djúpa Fríköfun

    Læra að fríkafa á útöndun. (Exhale fríköfun) Mouthfill.

    Við munum fara í fleiri smáatriði í Static apnea, DNF, DYN, CNF, VW og Free immersion, samt er megináherslan á CWT.

    Kenndar eru teygjuæfingar fyrir lungu, kross þjálfun og mataræði sem gagnast Fríköfurum

    Þegar AIDA 4* er búið, Getur þú aðstoðað á AIDA námskeiðum.

    Þess vegna er þetta oft kallað aðstoðarkennara stig

    Lengd Námskeið: 4 dagar

    Undanfarar: AIDA 3 * (eða samsvarandi) og 18 ára (16 með samþykki forráðamanns).

    Til að ljúka AIDA 4 * fríköfunar námskeiði þarf að:

    • Framkvæma 3:30 mín. static,
    • Synda 75 m Dyn
    • 32m CWT í vatni/sjó.
    • Einnig þarf að standast bóklegt AIDA próf með 75% árangri

    Innifalið: lesefni, e-kort, akstur á köfunarstaði og allur búnaður sem þarf fyrir námskeiðið.

    Ef nemendur ná ekki að klára alla verklega þætti geta þeir tekið þátt í sambærilegu námskeiði seinna

    til að klára það sem þarf, án aukakostnaðar. (Með eigin búnaði)

    Verð 109.900