FreedBanner Námskeið

Við höldum opin námskeið fyrir einstaklinga og lokuð námskeið fyrir hópa

Opin námskeið eru haldin eftir eftirspurn og er því mislangt á milli þeirra

Til að skrá sig á þau þarf að senda póst á “[email protected]” og við látum vita hvenær það verður.

Ef þú vilt fá námskeið fyrir lokaðan hóp þá finnum við tíma sem hentar ykkur og getum bæði komið til ykkar eða þið nýtið ykkur salinn hjá okkur. Einnig bjóðum við lokuðum hópum afslætti.

 

Námskeiðin eru 3 tímar og kosta 7.900 á mann.  Einnig erum við með styttri útgáfur fyrir þá hópa sem eru vanir 1-2ja– tíma námskeiðum.  Endilega bara hafa samband og við förum yfir námskeiðin með ykkur.

Fyrir hverja eru þessi námskeið?

Námskeiðin eru fyrir alla þá sem vilja bæta sig á æfingum hvort sem þeir eru að hjóla, hlaupa, synda, lyfta eða stunda aðra tegund af hreyfingu

 • Myndir þú vilja auka súrefnisupptöku þína?
 • jafna þig hraðar milli æfinga?
 • Læra að halda púlsinum niðri?
 • Hafa stjórn á spennustiginu?

Þá er þetta eitthvað fyrir þig!

Áherslurnar á þessu námskeiði eru eftirfarandi:

 • Að bæta öndun og auka súrefnisupptöku
 • Flýta fyrir recovery í stuttum pásum og á milli æfinga
 • Púlsslökun
 • Rétt öndun fyrir, á meðan og eftir æfingar
 • Sérstakar æfingar fyrir lungu, þind og millirifjavöfða
 • Spennulosun
 • Slökun sem hægt er að framkvæma allstaðar
 • Ásamt mörgu öðru sem hjálpar okkur við æfingar og að takast á við erfiða hluti
 • bcMariarecoveryyoga

 

Ef þú ert með hóp sem vill námskeið á tíma sem hentar ykkur þá endilega sendu okkur póst. (10 manns eða fleiri)

Innifalið í námskeiðinu eru glósur með því efni sem farið er í. Þeim sem koma á námskeið hjá okkur er svo velkomið að senda okkur fyrirspurning hvenær sem er til upprifjunar á efninu

Ykkur sem fylgist með á “betri öndun” er reglulega boðið nýtt efni eða annað sem hjálpar til við æfingar.

Námskeið sem ólympíufarar fara á til að auka getu sína!

Rannsóknir sem gerðar voru á ólympíuförum í nokkrum íþróttum í hinum ýmsu greinum sem hafa farið á álíka námskeið hafa bætt getu sína um nokkur prósent undantekningalaust og má því ganga út frá því að við hin getum bætt okkur um miklu fleiri prósentur.

Þegar við höldum námskeið fyrir lokaða hópa þá leggjum við mesta áherslu á þeirra sport… T.d. eru aðrar áherslur fyrir þá sem eru að hjóla en þá sem eru mest að lyfta.

Kennari námskeiðsins er Birgir Skúlason, sem er alþjóðlegur fríköfunarkennari frá AIDA, PADI og SSI og er einnig EFR skyndihjálparkennari ásamt fleiru

Muna: póstur á [email protected]  eða hringja í 8597220 til að fá upplýsingar.

Freedive Iceland hefur haldið námskeið í bættri öndun og aukinni súrefnisupptöku síðan 2014 fyrir hópa

María Ögn, margfaldur íslandsmeistari í hjólreiðum og Vilborg Arna tindafari ásamt fleirum kemur reglulega með fólk á námskeið hjá okkur

Við höfum haldið námskeið í Crossfit stöðum, Bootcamp og fyrirtækjum ásamt einkatímum fyrir leikara, sundfólki sem stefnir á toppinn. Alltaf er að bætast í hópinn hjá okkur og viðbrögðin eru ótrúlega góð.