Næsta námskeið verður fimmtudaginn 16. nóvember

kl: 19:30 í GGsport, Smiðjuvegi 8 (græn gata), Kópavogi

skráning á freedive@freedive.is

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja bæta sig á æfingum hvort sem þú ert að hlaupa, synda,

hjóla,lyfta, stunda fjallgöngu eða stunda aðra tegund af hreyfingu

 • Myndir þú vilja auka súrefnisupptöku þína?
 • jafna þig hraðar milli æfinga?
 • Læra að halda púlsinum niðri eða ná púlsinum neðar?
 • Hafa stjórn á spennustiginu?

Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig!

Áherslurnar á námskeiðinu eru eftirfarandi:

 • Að bæta öndun og auka súrefnisupptöku
 • Flýta fyrir recovery í stuttum pásum og á milli æfinga
 • Púlsslökun
 • Rétt öndun fyrir, á meðan og eftir æfingar
 • Sérstakar æfingar fyrir lungu, þind og millirifjavöðva
 • Spennulosun
 • Slökun sem hægt er að framkvæma allstaðar
 • Ásamt mörgu öðru sem hjálpar okkur á æfingum og milli æfinga

Námskeið sem ólympíufarar fara á til að auka getu sína!

Rannsóknir sem gerðar voru í nokkrum íþróttum í ýmsum greinum eftir álíka námskeið sýna fram á bætingu undantekningalaust

Kennari námskeiðsins er Birgir Skúlason sem er alþjóðlegur fríköfunar kennari frá AIDA, PADI og SSI og er einnig skyndihjálparkennari

Freedive Iceland hefur haldið námskeið í bættri öndun og aukinni súrefnisupptöku síðan 2014.

María Ögn, margfaldur Í­slandsmeistari í hjólreiðum og Vilborg Arna tindafari ásamt fleirum kemur reglulega með fólk á námskeið hjá okkur

GGhausinn

Opin námskeið eru haldin á um það bil mánaða fresti og á þau geta allir skráð sig.

Námskeiðin eru tveir og hálfur til þrír tímar að kvöldi til á þriðjudagskvöldum kl 19-22.

Opnu námskeiðin höldum við yfirleitt í GGsport, smiðjuvegi 2 (Græn gata) í Kópavogi.

Verð til einstaklinga er 6.900 krónur

Innifalið í verðinu er kaffi og glósur úr námskeiðinu svo hægt sé að fara reglulega yfir upplýsingarnar. Einnig má senda okkur póst hvenær sem er ef ykkur vantar upprifjun á enhverjum atriðum.

til að skrá sig á opið námskeið er best að senda póst á freedive@freedive.is. og við reynum að svara fljótt

Þegar við höldum námskeið fyrir ákveðna hópa köllum við það lokuð námskeið, sem þýðir að það koma engir aðrir á námskeiðið aðrir en þeir sem óskuðu eftir námskeiðinu. (m.v. 10 manns)

Þegar við höldum lokuð námskeið þá tölum við út frá þeim íþróttum sem hópurinn stundar. Þetta þýðir að námskeiðið verður markvissara fyrir ykkur og auðvitað skemtilegra að hafa hóp í kringum sig sem maður þekkir.

Oft höldum við lokuð námskeið hjá okkur en einnig getum við komið til ykkar og höldum námskeiðin í ykkar umhverfi ef óskað er eftir því.

Verðin á námskeiðum fyrir lokaða hópa fer auðvitað eftir stærð hópsins en hægt er að miða við 6.900 kr. ef fjöldin er 10.  Svo bjóðum við auðvitað betra verð ef hópurinn er stærri.

Endilega sendið póst á freedive@freedive.is og fáið verð eða sendið okkur spurningar

Við höldum reglulega námskeið fyrir stærri hópa. t.d. Bootcamp, Crossfitstöðvar, skokkhópa o.fl.

Þar sem salurinn okkar tekur einungis 20 manns þá höfum við í þeim tilvikum alltaf haldið námskeiðin hjá hópunum sjálfum, enda alltaf skemmtilegast að vera með sínu fólki í heimahaga!

Verð fyrir stærri hópa er auðvitað misjafnt og fer eftir fjölda þátttakenda.

Endilega sendið póst á freedive@freedive.is til að fá nánari upplýsingar.

Tour Reviews

There are no reviews yet.

Leave a Review

Rating